UM FYRIRTÆKIÐ

Allir starfsmenn Aðstoðar & Öryggis ehf. eru sérþjálfaðir með mikla og langa reynslu af vinnu þar sem umferðaslys og umferðaróhöpp hafa átt sér stað. Það tryggir fagleg vinnubrögð og að allra nauðsynlegra gagna sé aflað á vettvangi tjóns.

Starfsmenn A&Ö eru vel þjálfaðir skyndihjálparmenn og vanir að takast á við erfið mál og stjórna vettvöngum þar sem óhöpp hafa orðið.

Við tökum einnig að okkur tímabundin verkefni s.s. við ráðgjöf, fyrirlestra og ýmiskonar gæsluverkefni sem eru á okkar sérsviði.
Við önnumst rannsóknir á ýmsum sviðum.

Spurt & Svarað

Hvernig er þjónustan ókeypis?

Eftirtalin tryggingarfélög veita viðskipavinum sínum ókeypis aðstoð með þjónustusamningi við Aðstoð & Öryggi ehf. Sjóvá vegavernd sími 440-2222 Tryggingarmiðstöðin sími 515-2000 Vátryggingafélag Íslands sími 560-5000 Vörður tryggingar sími 514-1000

Hver er opnunartíminn?

Þjónustan er opin alla virka daga frá klukkan 07:45 – 18:30 og á laugardögum 12:00 - 17:00

Hvar er þjónustan í boði?

Þjónustusvæði A&Ö er Reykjavík, Kópavogur, Garðabær, Hafnarfjörður, Seltjarnarnes, Mosfellsbær og Kjalarnes.

Hverjir eru starfsmenn A&Ö?

Eru sérþjálfaðir menn með reynslu af aðkomu árekstra og slysa. Starfsmenn A&Ö eru bundnir þagnarskyldu.

Hvað gerið þið þegar árekstur verður?

Aðstoð við frágang tjónaskýrslu, myndatökur af vettvangi og tjónum. Skýrsla og ljósmyndir sendar strax rafrænt til tryggingarfélags.