Aðstoð & Öryggi ehf. sérhæfir sig í þjónustu við tryggingafélög og viðskiptavini þeirra, lendi þeir í umferðaróhöppum. Aðstoða við útfyllingu á tjónaskýrslum, mælingar og myndatöku af vettvangi umferðaróhappa, sem lögregla sinnir ekki, og úrvinnslu gagna.
Mikilvægt er fyrir tryggingafélögin og einnig eigendur ökutækja að hlutlaus og nákvæm skoðun aðstæðna og myndatökur verði gerðar sem sönnunargögn við uppgjör tjóna.
Undirrituð tjónstilkynningin er send rafrænt strax á netfang tryggingarfélagsins til úrlausnar. Vátryggingatakar þurfa því ekki að fara sjálfir með tjónstilkynninguna til tryggingarfélagsins. Með þessu fyrirkomulagi er aukið öryggi þeirra sem lenda í minniháttar umferðaróhappi um að allt komi fram er máli skiptir.
Starfsmenn A&Ö þekkja vel hvernig fólk getur brugðist við á vettvangi og eru því vel í stakk búnir að veita sálræna skyndihjálp til þeirra er með þurfa.
Spurt & Svarað
Hvernig er þjónustan ókeypis?
Eftirtalin tryggingarfélög veita viðskipavinum sínum ókeypis aðstoð með þjónustusamningi við Aðstoð & Öryggi ehf. Sjóvá vegavernd sími 440-2222 Tryggingarmiðstöðin sími 515-2000 Vátryggingafélag Íslands sími 560-5000 Vörður tryggingar sími 514-1000
Hver er opnunartíminn?
Þjónustan er opin alla virka daga frá klukkan 07:45 – 18:30
Hvar er þjónustan í boði?
Þjónustusvæði A&Ö er Reykjavík, Kópavogur, Garðabær, Hafnarfjörður, Seltjarnarnes, Mosfellsbær og Kjalarnes.
Hverjir eru starfsmenn A&Ö?
Eru sérþjálfaðir menn með reynslu af aðkomu árekstra og slysa. Starfsmenn A&Ö eru bundnir þagnarskyldu.
Hvað gerið þið þegar árekstur verður?
Aðstoð við frágang tjónaskýrslu, myndatökur af vettvangi og tjónum. Skýrsla og ljósmyndir sendar strax rafrænt til tryggingarfélags.